Tuesday, November 19, 2002



Your Results:

1. Secular Humanism (100%)   Click here for info
2. Liberal Quakers (92%)   Click here for info
3. Unitarian Universalism (87%)   Click here for info
4. Neo-Pagan (77%)   Click here for info
5. Mainline to Liberal Christian Protestants (74%)   Click here for info
6. Orthodox Quaker (71%)   Click here for info
7. New Age (68%)   Click here for info
8. Taoism (68%)   Click here for info
9. Theravada Buddhism (68%)   Click here for info
10. Mahayana Buddhism (67%)   Click here for info
11. Nontheist (57%)   Click here for info
12. Reform Judaism (56%)   Click here for info
13. Jainism (50%)   Click here for info
14. Scientology (45%)   Click here for info
15. Bahá'í Faith (44%)   Click here for info
16. New Thought (42%)   Click here for info
17. Sikhism (37%)   Click here for info
18. Christian Science (Church of Christ, Scientist) (32%)   Click here for info
19. Seventh Day Adventist (32%)   Click here for info
20. Hinduism (30%)   Click here for info
21. Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints (Mormons) (28%)   Click here for info
22. Jehovah's Witness (18%)   Click here for info
23. Mainline to Conservative Christian/Protestant (18%)   Click here for info
24. Eastern Orthodox (15%)   Click here for info
25. Islam (15%)   Click here for info
26. Orthodox Judaism (15%)   Click here for info
27. Roman Catholic (15%)   Click here for info



Sunday, November 17, 2002

1 - 6:45

Orðabókarskúbb

Sverrir Teitsson, laganemi, benti Orminum á það á æfingu MR-inga á laugardaginn að fréttin um Orðabókina hefði verið tómt bull. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að FH er líka í orðabókinni, sem og Haukar, Fram, Valur, Víkingur, Breiðablik og Þróttur. Fornfrægt lið, eins og Skaginn er, ratar hins vegar ekki inn, hvorki sem Íþróttabandalag Akraness né ÍA. Ekki heldur Þór eða KA (forsetinn væntanlega sáttur). Bloggari játar það hér með að hafa farið með staðleysur í Marðarblogginu hinu fyrra en svo má böl bæta að benda á eitthvað annað.

Menn sáu samt sitt óvænna í orðabókarumræðunni og ákváðu að róa sig er einfalt i og ypsilon barst í tal.

==========
2 - 9:30

Repúblikanar fyrir aldur fram

Ormurinn hefur ekki komist hjá því að sjá auglýsingar fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna. Hvert er málið með að verða repúblikani fyrir aldur fram? Ekki að það að vera repúblikani eigi sér sinn tíma nokkurn tíma.

Myndbönd mánaðarins

Þennan mánuðinn eru það þrjú myndbönd á eldhússmakkanum sem eru í sérlegu uppáhaldi. Fyrst má nefna myndabandið lagið Smooth Criminal eða Mjúka bísa með Mikjáli. Þennan bút sá bloggari tvisvar sinnum í Sambíóunum á þeirri mögnuðu mynd Moonwalker (varð Ormurinn frá að hverfa í þriðju tilraun sökum fjárskorts).

Hin tvö myndböndin sem koma hvað sterkust inn eru Enjoy the Silence með Deepeche Mode og Viðrar vel til loftárása með Sigur Rós. Ætli forsetinn hefði samt ekki litið framhjá listrænum forsendum og kosið fótboltavídeóið Malone Lives með Quarashi í stað Loftárásanna? Það er reyndar ansi gott líka.

=========
3. - 11:05

Nýjustu tölur : Everest 8850 m

Ormurinn þurfti að grafa upp staðreyndir um Everestfjall um helgina. Komu þá ýmsir skemmtilegir hlutir upp úr dúrnum, s.s. að nýjustu niðurstöður mælingar (birtar 1999) benda til að hæð fjallsins sé 8850 m.y.s. en ekki 8848 m.y.s, (eins og viðtekið var frá 1955). Það er víst miklum vandkvæðum bundið að mæla hæsta fasta punktinn á Everest því til þess þarf að komast gegnum margra metra snjóhulu á tindinum.

Skv. þessari síðu hafa um 4000 manns hafa reynt að klífa fjallið en aðeins um 700 náð að ljúka göngunni. Um 150 manns hafa látist.

Annars er æ frekar á brattan að sækja þar sem Himalayafjöllin hækka um 6 cm á ári skv. nýjustu mælingum.

========
4. 13:40

Erfitt að vera unglingur

Gærdagurinn var dagur endurlits. Atlinn fékk að heyra söguna af því þegar Ormurinn skerpti muninn á Péle og ónefndum stjórnmálamanni við bróður sinn ómálga. Ótiltekinn sálufélagi á MSN-inu fékk einnig að heyra söguna af því þegar vinur bloggara sagði „þarna hleypur N.“ og opinberaði ást Ormsins á stúlku í Hagaskóla. Ef vinurinn les þessar línur, þá má hann vita að sú yfirsjón er löngu fyrirgefin. Ætli þrír aðrir lesendur glotti ekki við tönn?

Frásögnin af fyrsta fylleríinu var svo látin fjúka fyrir messu í gær, sem viðeigandi var. Þar var mönnum nóg boðið þegar undirritaður reyndi að styðja sig við gólfið á óörgu öldurhúsi í nágrannasveitarfélagi. Ekki það að viðskiptavinum klasans yrði ekki ljós matseðill Ormsins daginn eftir.

En svo kom besti bloggarinn sem riddari á hvítum hesti og stóð sig prýðilega í hlutverki bjargvættarinnar.

Brátt stóðu allir á öndinni

Yngri bróðirinn stóð á öndinni í gær vegna dynta í gömlu tölvunni, einmitt þegar hann ætlaði að skrifa fyrirlestur í fornfræði á geisladisk. Þá gerði Ormurinn sér jaframt grein fyrir því að hann væri að svíkja gamlan mann á Hjarðarhaganum um tölvuaðstoð. Það er svo sem í ætt við aðra framkoma gagnvart því slegti, þar sem Jarlaskáldsins bíður nú afmælisgjöf í ranni Orms.



=========
5. - 16:30

Kynjaímyndir og prjónaskapur

Handavinna krakkanna í Rimaskóla ratar sum upp á kennarastofuna og þykir ýmsum kennurum, þ.á.m. Orminum, margt all-efnilegt. (Annars gengur handavinnan víst undir því bjánalega nafni „textílfræði“ nú til dags.) Var hann m.a. að skoða prjónaðan tuskubangsa og hafði orð á því hve vel hann var prjónaður. „Hva, hefurðu eitthvað vit á prjónaskap“, gall í kvenkyns samstarfsmanni bloggara. Ormurinn hélt það nú eftir að hafa fengið upprifjun í prjónafræðum hjá Ástu á Fróðá um daginn. Þar útskýrði hún m.a. muninn á sléttu og brugðnu annars vegar og garðaprjóni hins vegar (sem bloggandi skildi aldrei í gamla daga). Hann man líka gjörla eftir því hve stíft hann prjónaði fyrstu misserin í grunnskólanum en liðkaðist svo þegar á leið. Svo urðu sögur af dugnaði Sverris langafa í prjónaskapnum ekki til þess að draga þrótt úr bloggara á sínum tíma.

Annars voru ekki allir drengir jafn-spenntir fyrir handavinnunni. Ónefndur félagi Ormsins prjónaði t.d. ágætlega heima hjá sér en var svo heillum horfinn í tíma hjá kennaranum. Sá komst líka niður á þá aðferð að best væri að drífa flíkurnar rösklega gegnum saumamaskínuna svo afgangur tímans gæti farið í að rekja upp og spjalla við strákana.

Bróðir bloggara bar þó af í myndugskap í grunnskólanum, af því er bloggari best veit. Hafði Ormurinn uppi áform um að endurtaka leikinn í Lærða skólanum en Kötturinn blés þau út af borðinu sem geggjuðustu hugmynd sem hann hafði heyrt af. Var hann þó orðinn vel sjóaður er þar var komið við sögu.

Leónítar

Ormurinn er ennþá óviss um hvort hann ætli á fyrirlestur Snævarrs Guðmundssonar í Valhúsaskóla í kvöld um loftsteina. Tilefnið er náttúrulega leónítarnir í fyrramálið. Segja má að klassísk staða sé komin upp: Andinn er reiðubúinn en holdið veikt.

========
6. - 19:00

Snorri Tetzel

Ormurinn hefur haft gaman að umræðunni um aflátssölu Snorra Ásmundssonar í Kringlunni, sem útsendarar mammons hafa ákveðið að úthýsa (outsource) úr Kringlunni. Ormurinn er nú á því að hann, trúlaus maðurinn, hafi keypt syndaaflausn fyrir nokkru hærri fjárhæð síðustu misserin en stærsta bréfið sem Snorri bauð upp á.

Það skyldi þó ekki vera að samviskubit og nútímadekur séu tvær greinar á sama meiði?


===========
7. - 21:00

Ritgerðir og MSN-tákn

Ormurinn rakst á vísun á frétt af Tilverunni þar sem fjallað var um að tungutakið af spjallrásunum og úr SMS-unum hafi haldið innreið sína í skólaritgerðir.

Ormurinn getur vottað það eftir Rimaskólakennsluna en þeir broskallar voru vel meintir. Skyldi heldur engan undra ef þessi er orðinn helsti vettvangur þjálfunar í ritun.

Raunar hafa myndir af leikskipulögum enskra og útlistanir tölvuleikja einnig ratað inn í ritgerðir og sakar þá ekki að kennarinn rembist við að vera víðsýnn, enda menn að leggja sál sína í ritskapinn.

Ofvirknibloggið

Finnst það blogg sem á titilinn betur skilið en þettað?


==========
8. - 22:20

Um daginn og veginn þ.e. mánudaginn og veginn - kóræfingu o.þ.h.

Friday, November 08, 2002

http://peturlong.blogspot.com/#84243440

Saturday, November 02, 2002

biblían
mikki torfa
viðar
markaðsfræði - 101 - víst Ormurinn er farinn að tapa sér í markaðssetningarpælingum
færeyskt dót
http://www.bonus.fo/
http://www.kaupthing.fo/main.asp?PageID=804
fréttir af áfengissölu í Færeyjum http://www.olivant.fo/les_meira_tidindi.asp?t_id=6615
reisubókarbrot

Þorgrímur nef og galdraþekkingin

Bloggið er roleplay menntamannsins

Erkitýpíski bloggarinn

Yngsti bloggarinnreisubókarbrot

Þorgrímur nef og galdraþekkingin

Bloggið er roleplay menntamannsins

Erkitýpíski bloggarinn

Yngsti bloggarinn

Thursday, October 31, 2002

erkitýpíski bloggarinn

Selfoss-Jón - Húsavíkur-Jón nútímans

sleðahundur - hefði étið krakkann

system of down + tæknilegó

reisubókarbrot frá Mósambík

Allt að gerast í vísindunum

sciencedaily-linkar

aðeins bloggað í 80 daga - komst inn á rss - þurfti aðeins að fylgja reglum - gömlu reyna að halda í sitt

http://hakam.blogspot.com/ - skilur einhver rassgat í þessari síðu?


Molbúar kenna viðskiptafræðingunum

Hann var ansi magnaður kúrsinn sem Ormurinn rakst á hjá Molbúunum. Viðskiptafræði 101 á þremur mínútum.

Býður einhver betur?

markaðsfræði 101 -http://www.molbuar.blogspot.com/2002_10_01_molbuar_archive.html#83288732

Hinn erkitýpíski bloggari -

árnagarður
húmanísk fræði
múmínálfar
nostalgía sem þarf að koma á framfæri
strætó ekki ókostur
sakar ekki að viðkomandi hafi komið nálægt kennslu eða kjósi VG.



Talandi um sjálfhverft blogg


http://gvendur.blogspot.com/

rapparinn - ekkert fyllerísblogg

Kiddi - gefa í skyn en ekki væmni takk

Tuesday, October 29, 2002

http://kirk.startrek.is/index.php?m=200210#153 - Manúela ódýr

Thursday, October 24, 2002

Aringerð er góð og gild atvinnugrein.